Notuðu nýra úr svíni í ígræðslu

Að nota líffæri úr svínum er þó ekki glæný hugmynd …
Að nota líffæri úr svínum er þó ekki glæný hugmynd enda hafa hjartalokur úr svínum verið mikið í ígræðslur á mannfólki. AFP

Bandarískir skurðlæknar binda vonir við að skortur á nýrnagjöfum sé leystur eftir að þeim tókst að nota svínsnýra í ígræðslu.

BBC greinir frá.

Aðilinn sem hlaut ígræðsluna var nú þegar heiladauður, sem þýddi að hann var í öndunarvél og ekki var séð fram á að hann gæti náð bata.

Nýrað kom frá svíni sem hafði verið erfðabreytt til þess að koma í veg fyrir að líkaminn hafnaði líffærinu. Sérfræðingar telja að aðgerðin sé sú fullkomnasta á þessu sviði hingað til.

Líffæri svína áður verið notuð í ígræðslur

Að nota líffæri úr svínum er þó ekki glæný hugmynd enda hafa hjartalokur úr svínum verið mikið notaðar í ígræðslur á mannfólki.

Sérfræðingar segja að líffæri svína passi vel við mannfólk þegar kemur að stærð þeirra.

Svipaðar ígræðslur hafa verið gerðar á öðrum prímötum en engin hefur verið gerð á mannfólki, fyrr en núna. Eftir aðgerðina var fylgst afar náið með viðtakandanum og framkvæmdar fjölmargar athuganir og prófanir. 

Aðalrannsakandi ígræðslunnar, Dr. Robert Montgomery, sagði við fréttastofu BBC að þau hefðu „séð nýra sem virkaði í grundvallaratriðum eins og nýra úr manni og því að mestu leyti mjög sambærilegt“.

mbl.is