Rússar banna flugumferð frá Póllandi

Þrengt hefur verið að flugleiðum Rússa.
Þrengt hefur verið að flugleiðum Rússa. AFP

Yfirvöld í Rússlandi hafa lokað á flugumferð frá Póllandi, Búlgaríu og Tékklandi, sem svar við refsiaðgerðum landanna vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Ríkin þrjú hafa bannað flugumferð frá Rússlandi. Þá tilkynntu yfirvöld í Eistalandi, Lettlandi, Slóveníu og Rúmeníu í dag að þau ætli einnig að banna rússneska flugumferð í lofthelgi þeirra.

„Lýðræðisríkið okkar er ekki staður fyrir flugvélar árásarríkisins að fljúga um,“ sagði Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, á Twitter.

Bretland tilkynnti í gær að rúss­neska flug­fé­laginu Aeroflot væri bannað að fljúga innan lofthelgi landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert