Fréttaþulur flúði Rússland og sagði upp

Frá mótmælum í London gegn Pútín og innrás Rússa í …
Frá mótmælum í London gegn Pútín og innrás Rússa í Úkraínu. AFP

Fréttaþulur hjá einni stærstu sjónvarpsstöð Rússlands hefur sagt upp störfum og yfirgefið landið.

„Ég ákvað að fara fyrst [frá Rússlandi] vegna þess að ég var ekki viss um að þeir myndu leyfa mér að fara sí svona og eftir það sendi ég uppsagnarbréfið,“ sagði Lilia Gildeyeva, sem starfaði hjá NTV, við bloggarann Ilyva Varlamov.

Gildeyeva var fréttaþulur í kvöldfréttaþættinum Segodnya hjá NTV, sem er þriðja vinsælasta sjónvarpsstöð landsins og er í eigu fyrirtækisins Gazprom. Stöðin er mjög hliðholl rússneskum stjórnvöldum.

Gildeyeva var á opinberum lista Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, í fyrra yfir blaðamenn sem var þakkað fyrir framlag sitt til fjölmiðla. Árið 2008 þá þakkaði Pútín henni sömuleiðis opinberlega fyrir störf hennar í þágu Rússlands.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert