Úkraína vinni stríðið fyrir lok árs

Eyðilagður skriðdreki nærri Karkív í gær.
Eyðilagður skriðdreki nærri Karkív í gær. AFP/Sergey Bobok

Stríðið í Úkraínu gæti enda með ósigri Rússa áður en árinu lýkur að sögn Kyrylo Búdanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins.

Búdanov sagði í samtali við fréttastofu Sky News að hann væri bjartsýnn á núverandi stefnu átakanna.

„Vendipunkturinn verður í seinnihluta ágúst,“ sagði hann og bætti við: „Flestum bardagaaðgerðum verður lokið í lok þessa árs.“

Endurheimta völd í Donbas og á Krímskaga

„Í kjölfarið munum við endurheimta völd Úkraínu á öllum svæðum sem við höfum misst, þar á meðal í Donbas-héruðunum og á Krímskaga,“ sagði Búdanov.

Harðir bardagar geisa um þessar mundir í Donbas-héraði í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar hafa undanfarið beitt her sínum án þess að hafa náð verulegum árangri.

Búdanov sagði Úkraínu vita allt um óvin sinn. „Við vitum um áætlanir þeirra nánast á sama tíma og þær eru gerðar.“

Segir Pútín með krabbamein

Þá setti Búdanov einnig fram óstaðfestar fullyrðingar um að valdarán væri þegar hafið í Moskvu til að steypa forsetanum Vladimír Pútín af stóli. Hann bætti við að Pútin væri mjög veikur af krabbameini.

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert