Vilja að Assange verði sleppt úr fangelsi

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks.
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks. AFP

Alþjóðleg bandalög blaðamanna, ritstjóra og útgefenda krefjast þess að Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verði tafarlaust sleppt úr fangelsi í Bretlandi og að allar ákærur á hendur honum verði felldar niður.

„Við krefjumst þess að Julian Assange verði látinn laus, sendur aftur til fjölskyldu sinnar og leyft að lifa eðlilegu lífi,“ sagði Dominique Pradalie, formaður Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ), í Genf í dag. Bætti hún við að búið væri að ræna 10 árum af lífi hans.

Yfirvöld í Bretlandi samþykktu í síðustu viku framsalsbeiðni Bandaríkjanna yfir Assange. Er hann eftirlýstur þar í landi fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum Bandaríkjahers árin 2010 og 2011. Assange hefur sagt að hann ætli að áfrýja ákvörðuninni.

Assange gæti átt allt að 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér vegna meintra brota gegn njósnalöggjöf landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert