100 tonn af dauðum fiski

Oder áin rennur í gegnum Þýskaland og Pólland.
Oder áin rennur í gegnum Þýskaland og Pólland. AFP/Marcin Bielecki

Slökkviliðsmenn í Póllandi hafa fjarlægt um 100 tonn af dauðum fiski úr ánni Oder sem rennur í gegnum Þýskaland og Pólland samkvæmt yfirlýsingu slökkviliðsskrifstofu Póllands. Ekki er vitað með vissu hvað hafi leidd til þess að fiskarnir dóu en yfirvöld þar á landi gruna að eitrað hafi verið fyrir þeim.

„Líklegast hefur gífurlegu magni af efnaúrgangi verið hent í ána vísvitandi um áhættu þess og afleiðingar,“ sagði Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, í síðustu viku, en fregnir af dauðum fiskum í ánni bárust fyrst pólskum yfirvöldum þann 28. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert