Nauðganir hluti af þessu stríði

Maður horfir á vegg með myndum af úkraínskum hermönnum, körlum …
Maður horfir á vegg með myndum af úkraínskum hermönnum, körlum og konum, sem fallið hafa í átökum við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu í febrúar. mbl.is/Sergei Supinsky

Hryllilegar frásagnir um að rússneskir hermenn nauðgi og misþyrmi konum hafa borist frá Úkraínu. Rússar neita og tala um lygar, en frásagnirnar eru margar og oft er lítið gert til að breiða yfir hryllinginn. 

„Við munum væntanlega aldrei finna skipun, sem hefur verið skrifuð á blað,“ sagði Clare Hutchinson, sérfræðingur í öryggismálum, í viðtali við Der Spiegel. „En þegar yfirmenn stöðva ekki nauðganir er enginn vafi á að þær eru hluti af hernaðaráætluninni. Forysta rússneska hersins ber ábyrgðina. Ef yfirmennirnir gefa ekki til kynna að þessi hegðun verði ekki liðin gera þeir ljóst að nauðganir eru hluti af þessu stríði, að þær eru viðurkenndur hluti af hernaðaráætlun um að skilja eftir sig sviðna jörð.“ 

Nánar er fjallað um kynferðisglæpi rússneska hersins í Úkraínu í Sunnudagsblaðinu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert