Gorbatsjov lagður til hinstu hvílu á laugardaginn

Gorbatsjov lést í gær 91 árs að aldri.
Gorbatsjov lést í gær 91 árs að aldri. AFP/Alexander Nemenov

Jarðarför Mikhaíl Gorbatsjovs, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, verður haldin í Moskvu, höfuðborg Rússlands, á laugardaginn. Rússneskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Athöfn fer fram í Súlnasalnum í Moskvu áður en Gorbatsjov verður lagður til hinstu hvílu í Nóvódevítsji kirkjugarðinum. Heimildir herma að hann verði jarðaður við hlið eiginkonu sinnar heitinnar, Raisu Gorbatsjov.

Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa Gorbatsjovs-sjóðsins mun athöfnin fara fram milli klukkan tíu og tvö að staðartíma og verður hún opin öllum. 

Minnast leiðtogans

Fjöl­marg­ir leiðtog­ar hafa minnst Gor­bat­sjov í dag en fyrrum leiðtoginn lést í gær 91 árs að aldri eftir langa baráttu við veikindi.

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sagði m.a. að enn væri horft til sovéska leiðtogans og að sögulegar umbætur hans hefðu leitt til endaloka Kalda stríðsins.

Þá hrósaði Olaf Scholz, kansl­ari Þýska­lands, leiðtog­an­um sál­uga fyr­ir hans hlut­verk í að sam­eina Þýska­land. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert