Loftmengun leiðir til lungnakrabbameins

Rannsóknin var kynnt í dag.
Rannsóknin var kynnt í dag. AFP/Wang Zhao

Vísindamenn hafa fundið út hvernig loftmengun getur valdið lungnakrabbameini hjá einstaklingum sem reykja ekki.

Vísindamaðurinn Charles Swanton kynnti rannsóknina á árlegri ráðstefnu European Society for Medical Oncology í París.

Rannsóknir vísindamannanna sýna að örsmáar agnir sem verða til við brennslu jarðefnaeldsneytis geti valdið krabbameini.

Lengi talið tengjast

Loftmengun hefur lengi talin tengjast lungnakrabbameini hjá fólki sem hefur aldrei reykt.

„En við vissum í raun ekki hvort mengun olli lungnakrabbameini beint - eða hvernig,“ sagði Swanton við fréttastofu AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert