Tyrkir fordæma atkvæðagreiðslu Rússa

Erdogan og Pútín takast í hendur á fundi fyrr á …
Erdogan og Pútín takast í hendur á fundi fyrr á þessu ári. AFP

Yfirvöld í Tyrklandi fordæmdu í dag „ólögmæt“ áform um að efna til atkvæðagreiðslu á fjórum hernumdum svæðum Rússa í Úkraínu.

Í gær var sagt frá því að atkvæðagreiðsla verði haldin í Do­netsk- og Lúghansk héruðum, sem og í Ker­son og Sa­p­orísjía, um að þau verði hluti af Rússlandi.

Inn­limun héraðanna í Rúss­land gæti haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar þar sem Moskva gæti haldið því fram að verið sé að vernda eigið um­dæmi fyr­ir úkraínsk­um her­sveit­um.

„Þessar ólögmætu aðgerðir verða ekki viðurkenndar alþjóðlega,“ sagði í yfirlýsingu frá tyrkneska utanríkisráðuneytinu.

mbl.is