Gaslekinn tilkominn vegna skemmdarverka

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir lekann vera tilkominn vegna „vísvitandi …
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir lekann vera tilkominn vegna „vísvitandi aðgerða“. AFP

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að gasleki úr gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2, sem liggja um Eystrasalt og flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands, sé vegna „skemmdarverka af ásetningi“ og að ekki sé um slys að ræða.

Þetta fullyrti hún á blaðamannafundi í dag.

Dönsk yfirvöld telja að gaslekinn muni vara í að minnsta kosti viku, þar til metangas sem streymir nú úr gasleiðslunni klárist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert