Verðlaunahafarnir „súrefni lýðræðisins“

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. AFP/Anna Moneymaker

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sendi handhöfum friðarverðlauna Nóbels hamingjuóskir og kallaði jafnframt eftir því að heimurinn myndi styðja við þá hugrökku sem vernda alþjóðleg gildi friðar, vonar og reisnar fyrir alla, sérstaklega núna á tímum stríðsátaka.

Í morgun tilkynnti Ber­it Reiss-And­er­sen, formaður Nó­bels­nefnd­ar­inn­ar í Ósló, þá sem hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Það voru hví­trúss­neski mann­rétt­inda­frömuður­inn Ales Bíal­jat­skí, rúss­nesku mann­rétt­inda­sam­tök­in Memorial og úkraínsku mann­rétt­inda­sam­tök­in Miðstöð borg­ara­legs frels­is (CGS), sem hlutu þau.

Guterres lýsti vinningshöfunum sem súrefni lýðræðisins og hvata til friðar og félagslegra framfara. Sagði hann þá stuðla að því að ríkisstjórnir væru dregnar til ábyrgðar og að hinir valdalausu fái rödd.

mbl.is