Rússar bjóða íbúum Kerson aðstoð við brottflutning

Úkraínski fáninn við þorpið Visokópillja í Kerson-héraði, sem Úkraínumenn endurheimtu …
Úkraínski fáninn við þorpið Visokópillja í Kerson-héraði, sem Úkraínumenn endurheimtu nýlega. AFP/Genja Savílov

Stjórnvöld í Rússlandi segjast ætla að skipuleggja aðstoð fyrir íbúa Kerson-héraðs í suðurhluta Úkraínu, við að yfirgefa héraðið.

Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar þess að yfirvöld í héraðinu hliðholl úkraínskum stjórnvöldum, báðu um meiri aðstoð í kjölfar gagnárásar Úkraínumanna.

„Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að skipuleggja aðstoð fyrir brottför íbúa Kerson-héraðs til annarra héraða landsins,“ sagði Marat Kusnúllín, vara­for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands.

Kerson er eitt þeirra héraða sem Rússar telja sig hafa innlimað. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt þá ákvörðun og sagt hana ólöglega.

Samkvæmt upplýsingum úkraínskra stjórnvalda hefur gagnsóknin á svæðinu gengið vel og hefur Úkraínumönnum tekist að endurheimta fimm byggðir í héraðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert