Málverk Van Gogh hreinsað og konurnar handteknar

Málverkið er hulið gleri og því ekki eyðilagt, en þó …
Málverkið er hulið gleri og því ekki eyðilagt, en þó eru skemmdir á rammanum. AFP

Málverkið Sólblómin eftir hollenska listamanninn Vincent van Gogh hefur verið hreinsað og er nú aftur til sýnis, eftir að aðgerðarsinnar köstuðu tómatsúpu yfir verkið fyrr í gær. Málverkið er hulið gleri og því ekki ónýtt, en þó eru skemmdir á rammanum.

Atvikið átti sér stað í National Gallery-listasafninu í London þegar aðgerðarsinnar, tvær ungar konur á vegum samtakanna Just Stop Oil, eða Stöðvið olíu, opnuðu dósir fullar af súpu og köstuðu innihaldinu á málverkið og límdu síðan hendur sínar við vegginn.

Lögregla var kölluð á staðinn í kjölfar atviksins og voru báðar konurnar handteknar, að því er BBC greinir frá.

Málverkið er eitt af sjö sólblómaverkum sem Van Gogh málaði árin 1888 og 1889. Þar af eru fimm til sýnis á söfnum um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert