„Kjarasamningurinn var það sem skipti mestu máli“

Sigríður Margrét Oddsdóttir ásamt kollegum sínum í Samtökum atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir ásamt kollegum sínum í Samtökum atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samningurinn sem SA hafi gert við félag flugmálastarfsmanna ríkisins og Sameykis í gær feli í sér prósentuhækkanir og byggist á stöðugleikasamningum sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði í mars.

Sigríður Margrét segir að almennar prósentuhækkanir séu 3,25 prósent á þessu ári og 3,5 prósent á árunum 2025, 2026 og 2027 með lágmarki 23.750 krónum. Hún segir að í samningunum séu sambærileg forsenduákvæði og aðrir þættir og voru gerðir í kjarasamningunum á almennu vinnumarkaði í mars.

Spurð hvort það hafi verið eitthvað annað til umræðu og til semja um í viðræðunum við félag flugmálastarfsmanna ríkisins og Sameyki segir Sigríður:

„Kjarasamningurinn var það sem skipti mestu máli en á þessum vettvangi er verið að ræða líka innri mál sem verið er að ná samkomulagi um. En það að ganga frá þessum samningi í gær er liður í að skapa þær efnahagslegu aðstæður sem styðja við það að vaxtalækkunarferlið geti hafist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert