„Hamagangurinn“ hefur ekki áhrif á hernað

Á verðlaunaathöfn í Moskvu, höfuðborg Rússlands, gaf Vladimír Pútín Rússlandsforseti í skyn að árásir þeirra á innviði í Úkraínu muni halda áfram.

Hann sagði að „hamagangurinn og hávaðinn sem dreifist um heiminn“ muni ekki „hafa áhrif á hernað okkar“.

Hita­stigið í Úkraínu er víða fyr­ir neðan frost­mark en millj­ón­ir íbúa eru án raf­magns og renn­andi vatns.

Pútín beindi spjótum sínum að árásum Úkraínumanna og þá sérstaklega brúnni sem sprengd var í haust. 

„Við munum halda þessu áfram en hverjir réðust fyrst á innviði?“ spurði Pútín. 

mbl.is