Nýr maður minnstur í heimi

Afshin Esmaeil Ghaderzadeh er minnsti maður í heimi, 65,24 cm …
Afshin Esmaeil Ghaderzadeh er minnsti maður í heimi, 65,24 cm á hæð. Skjáskot @Guinness World Record

Tvítugur Írani er minnsti maður í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guinness.

Afshin Esmaeil Ghaderzadeh er 65,24 cm á hæð, nærri sjö centimetrum minni en fyrri methafi, hinn kólumbíski Edward Hernandez. 

Afshin er í fjórða sæti yfir minnstu menn sem hafa komist í heimsmetabókina.

Hæðarmælingarnar fóru fram á skrifstofu Guinness í Dubai, en auk þess að hreppa heimsmetið nýtti Ghaderzadeh ferðina til að heimsækja klæðskera, og uppfylla draum sinn um að heimsækja hæstu byggingu heims, Burj Khalifa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert