„Enn og aftur verðum við vitni að árás á lýðræðið og afneitun á niðurstöðum lýðræðislegra kosninga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Twitter.
Fyrr í dag réðust stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, inn í þinghús, Hæstarétt og forsetahöll Brasilíu til að mótmæla embættistöku Luiz Inacio Lula da Silva, en hann tók formlega við embætti forseta Brasilíu 1. janúar.
„Atburðirnir í Brasilíu eru áminning um að við getum ekki tekið lýðræðinu sem sjálfsögðum hlut og að alþjóða samfélagið verði að standa saman í að halda uppi lýðræðislegum gildum,“ skrifar Katrín enn fremur.
Once again we witness an attack on democracy and a denial of the results of democratic elections. The events in Brazil are a stark reminder that we cannot take democracy for granted and that the global community must stand together in upholding democratic principles.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) January 8, 2023