„Enn og aftur verðum við vitni að árás á lýðræðið“

Katrín tjáði sig um árásina á samfélagsmiðlinum Twitter í kvöld.
Katrín tjáði sig um árásina á samfélagsmiðlinum Twitter í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Enn og aftur verðum við vitni að árás á lýðræðið og afneitun á niðurstöðum lýðræðislegra kosninga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Twitter. 

Fyrr í dag réðust stuðnings­menn Jair Bol­son­aro, fyrr­ver­andi for­seta Bras­il­íu, inn í þing­hús, Hæsta­rétt og for­seta­höll Brasilíu til að mót­mæla embættis­töku Luiz Inacio Lula da Silva, en hann tók form­lega við embætti for­seta Bras­il­íu 1. janú­ar.

„Atburðirnir í Brasilíu eru áminning um að við getum ekki tekið lýðræðinu sem sjálfsögðum hlut og að alþjóða samfélagið verði að standa saman í að halda uppi lýðræðislegum gildum,“ skrifar Katrín enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert