Þýskaland býður fram aðstoð við rannsókn á þyrluslysinu

Frá vettvangi slyssins skammt frá leikskóla í Brovary, sem er …
Frá vettvangi slyssins skammt frá leikskóla í Brovary, sem er í námunda við höfuðborg Úkraínu. AFP

Þýsk stjórnvöld hafa boðið fram aðstoð við rannsókn á þyrluslysinu sem varð á annan tug manns að bana en á meðal farþega um borð í þyrlunni var innanríkisráðherra Úkraínu, Den­is Mónast­irskí. Þessu hefur kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, lýst yfir.

Þetta kom jafnframt fram í yfirlýsingu innanríkisráðherra Þýskalands, Nancy Faeser, þar sem hún sendi samúðarkveðjur til Úkraínumanna og bauð fram aðstoð Þjóðverja við rannsókn á tildrögum slyssins.

Þyrlan hafnaði við hlið leikskóla og íbúðarhúss í Brovarí þar sem her­sveit­ir Rúss­lands og Úkraínu börðust um yf­ir­ráð fljót­lega eft­ir inn­rás Rússa, eða þangað til Rúss­ar drógu sig þaðan í burtu í apríl í fyrra.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. AFP/Michael Kappeler
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka