Féll fram af kletti við tökur á TikTok-myndskeiði

Maðurinn var að taka upp myndskeið fyrir TikTok þegar að …
Maðurinn var að taka upp myndskeið fyrir TikTok þegar að hann féll fram af klettinum. AFP/Lionel Bonaventure

Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri féll fram af kletti í Púertó Ríkó og lést er hann var að taka upp myndskeið fyrir TikTok-aðganginn sinn. Styrktarreikningur hefur nú verið opnaður svo fjölskyldan geti komið líki mannsins heim.

Hinn 27 ára gamli Edgar Garay var í fríi við suðvesturströnd Púertó Ríkó í lok janúar þegar að hann féll fram af 21 metra háum kletti og dó. CNN greinir frá.

Landhelgisgæslan greindi frá andláti mannsins kvöldið sem slysið átti sér stað og var lík hans sótt daginn eftir. 

Var í skoðunarferð og fór of nálægt

Frændi Edgar hafði tekið hann með sér skoðunarferð meðfram klettagarðinum þennan daginn. 

Carlos Garay, bróðir Edgar, lýsir honum sem áhættusæknum. „Bróðir minn var með TikTok aðgang sem honum þótti gaman sýna myndskeið á,“ sagði Carlos.

Að hans sögn var Edgar að reyna að taka upp myndskeið þegar að slysið varð og hafði hann farið of nálægt klettabrúnini. „Hann var nær brúninni en hann hefði átt að vera.“

Fjölskyldan er nú búinn að stofna styrktarreikning til að hægt sé að greiða fyrir kostnaðinn við að koma líki Edgars heim svo hægt sé að leggja hann til hinstu hvílu meðal fjölskyldu og ættmenna hans. 

mbl.is