Mannskæður gersveppur breiðist hratt út

Candida auris er gersveppur sem er fjölónæmur fyrir mörgum lyfjum …
Candida auris er gersveppur sem er fjölónæmur fyrir mörgum lyfjum svo erfitt er að meðhöndla hann. Ljósmynd/Wikipedia.org

Mannskæður sveppur breiddist út á „ógnvænlegum“ hraða á heilbrigðisstofnunum í Bandaríkjunum 2020 til 2021 að sögn sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC). 

Í tilkynningu á vef CDC segir að veikindi af völdum candida auris hafi þrefaldast árið 2021 og nokkur tilfelli svöruðu ekki sýklameðferð. 

Sveppurinn er almennt ekki hættulegur heilsuhraustu fólki, en fólk sem sem glímir við mikil og/eða langvarandi veikindi og dvelur mikið á heilbrigðisstofnunum á í aukinni hættu á að veikjast af völdum sveppsins. 

Candida auris er gersveppur sem er fjölónæmur fyrir mörgum lyfjum svo erfitt er að meðhöndla hann. Sveppurinn veldur alvarlegri sýkingu og er dánartíðni há vegna sýkingarinnar. 

Sveppurinn greindist fyrst í Bandaríkjunum árið 2016. Á árunum 2019-2021 breiddist sveppurinn út til 17 ríkja. Búist er við að tilfellum fjölgaði enn frekar árið 2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert