Liðsmenn Pussy Riot öðlast íslenskan ríkisborgararétt

Liðsmenn hópsins flúðu Rússland í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.
Liðsmenn hópsins flúðu Rússland í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. AFP

Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðsmenn rússneska andófshópsins og hljómsveitarinnar Pussy Riot, öðlist íslenskan ríkisborgararétt.

18 manns eru á lista nefndarinnar og þar á meðal eru fimm Rússar. Alls sóttu 94 um ríkisborgararétt.

Sveitin Pus­sy Riot er þekktust fyrir mótmæli sín gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta árið 2012. Þá truflaði hópurinn messu sem fór fram í Kristskirkjunni í Moskvu. Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst hefur hópurinn harðlega gagnrýnt rússnesk stjórnvöld.

Tókst í þriðju tilraun

Í fyrra var frá því greint að Mariia Alyok­hina hefði flúið til Íslands í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Hún komst til landamæra Hvíta-Rússlands. Það tók hana þrjár tilraunir að komast úr Hvíta-Rússlandi en í þriðju tilraun fékk hún hjálp frá íslenska listamanninum Ragnari Kjartanssyni.

Ragnar útvegaði henni ferðaáritun í ónefndu evrópsku landi. Nokkr­um dög­um eft­ir að hún komst til Litháen ferðaðist hún til Íslands ásamt öðrum liðsmönnum sveit­ar­inn­ar til að heim­sækja Ragn­ar.

Lucy Schtein flúði Rússland í mars á seinasta ári. Hún sagði í viðtali við breska blaðið Guardian á seinasta ári að hún hefði klætt sig sem sendil til þess að komast úr landinu án eftirtektar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert