„Þetta var móðir mín“

Hátt í 300 létust í slysinu. Yfir 800 slösuðust.
Hátt í 300 létust í slysinu. Yfir 800 slösuðust. AFP/Punit Paranjpe

„Í morgun hafði einn vinur minn samband. Hann sendi mér mynd af líki – þetta var móðir mín.“

Þannig komst Suryaveer að því að móðir hans hafði látið lífið í mannskæða lestarslysinu á Indlandi í gær. Móðir hans og amma voru báðar um borð í einni lestinni þegar hún skall saman við tvær aðrar lestar. 

Hátt í þrjú hundruð létust og yfir 800 slösuðust.

Mæðgurnar voru í leiðangri til að kaupa lyf þegar að slysið varð, segir Suryaveer í viðtali við BBC. Nokkrum klukkustundum síðar fann hann ömmu sína á lífi en móður hans var enn saknað.

„Við leituðum alls staðar en fundum hana hvergi. Ég var ráðalaus og ákvað að senda mynd af móður minni á alla vini mína og kunningja. Ég deildi símanúmerinu hennar og lýsti litnum á kjólnum sem hún klæddist þegar ég sá hana síðast,“ segir Suryaveer.

Í morgun hafði vinur hans samband og sendi honum mynd. Myndin var af móður hans. Var hún klædd í kjólinn Suryaveer hafði lýst fyrir vini sínum.

„Það eina sem ég vil núna er að geta tekið hana aftur heim örugglega svo við getum lagt hana til hinstu hvílu. Það er of mikil óreiða hér, það eru engar lestar og umferðateppa á öllum vegum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert