Slökkviflugvél hrapaði með tvo um borð

Slökkviflugvél varpar vatni yfir skógarelda á grísku eyjunni Ródos. Mynd …
Slökkviflugvél varpar vatni yfir skógarelda á grísku eyjunni Ródos. Mynd úr safni. AFP/Spyros Bakalis

Slökkviflugvél sem aðstoðaði við að berjast við skógarelda í Grikklandi hrapaði fyrir skömmu á eyjunni Evia. Að minnsta kosti tveir voru um borð í vélinni.

Talsmaður slökkviliðsins, Yannis Artopios, segir vélina hafa hrapað nálægt þorpinu Platanisto á grísku eyjunni.

Skógareldar sem geisa í Grikklandi hafa leitt til brottflutninga þúsunda íbúa og ferðamanna, þar á meðal á eyjunum Ródos og Korfú.

Slökkviliðsmenn hafa barist við 500 elda víðs vegar um Grikkland undanfarna tólf daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert