Romney sækist ekki eftir endurkjöri

Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana.
Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana. AFP

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann hefur verið fulltrúi Utah-ríkis á yfirstandandi kjörtímabil en nú segir hann að ný kynslóð eigi að taka við keflinu og „móta heiminn sem hún mun búa í“.

Bandaríska dagblaðið Washington Post greinir frá en hinn 76 ára Mitt Rom­ney, sem var for­setafram­bjóðandi re­públi­kana árið 2012, er einn fárra háttsettra re­públi­kana sem látið hafa í ljós and­stöðu sína á Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seta.

Hann var jafn­framt eini þingmaður­ repúblikana sem greiddi í tvígang at­kvæði með því að kæra for­set­ann til emb­ætt­ismissis.

„Ringulreið“ meðal repúblikana

Romney segir í viðtali við Washington Post að hann telji að annað kjörtímabil verði ekki eins árangursríkt og það sem nú stendur yfir. Um það kennir hann bæði „ringulreiðinni“ sem hann segist sjá meðal repúblikana á fulltrúaþinginu og einnig vantrausti sem hann hefur bæði í garð Bidens og Trumps.

„Það er mjög erfitt fyrir fulltrúaþingið að sinna störfum sínu, að því er mér sýnist,“ segir hann. 

„Og kannski enn fremur, erum við líklegast að fara að hafa Trump eða Biden sem næsta forseta landsins. Og Biden er óhæfur um að leiða þjóðina í mikilvægum málefnum og Trump er óviljugur til að leiða þjóðina í mikilvægum málefnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert