Átta franskra ríkisborgara er saknað

Skriðdrekar Ísraelshers við landamærin að Gasa.
Skriðdrekar Ísraelshers við landamærin að Gasa. AFP

Að minnsta kosti átta franskra ríkisborgara er saknað. Staðfest er að þeir hafi látist eða hafa verið teknir í gíslingu eftir árás Hamas-liða á Ísrael.

Franski þingmaðurinn Meyer Habib, sem er fullrúi Frakka sem búa við botn Miðjarðarhafs, segir að draga eigi Hamas til ábyrgðar fyrir gíslatökuna og það þurfi að beita öllum ráðum til að losa gíslana úr haldi.

Utanríkisráðuneyti Frakklands sagði seint í gærkvöld að ein frönsk kona hafi verið drepin í árás Hamas-liða og bætti við að ekki hafi tekist að finna nokkra franska ríkisborgara.

Habib segist hafa rætt við föður 26 ára gamals manns frá Bordeux í Frakklandi sem er búsettur í Ísrael. Hann sagði að maðurinn hafi verið tekinn í gíslingu en hann var á danstónaleikahátíð í suðurhluta Ísrael þar sem 250 manns voru drepin af Hamas-liðum.

700 manns hafa fallið í valinn í Ísrael eftir árás Hamas-liða og dánartala í Gasa eftir loftskeytaárása Ísraelsmanna er komin í 560. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert