Fjögur sjúkrahús í Gasa ekki lengur starfandi

Særð börn flutt á Al-Shifa sjúkrahúsið í Gasa.
Særð börn flutt á Al-Shifa sjúkrahúsið í Gasa. AFP

Fjögur sjúkrahús í norðurhluta Gasasvæðisins eru ekki lengur starfandi að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að 21 sjúkrahús í Gasa hafi fengið skipun frá Ísraelsher um að þau þyrfti að rýma og telur stofnunin að það geti jafngilt broti á alþjóðlegum mannúðarlögum.

„Þvinguð rýming sjúkrahúsa á Gasasvæðinu setur líf viðkvæmra sjúklinga í bráða hættu, sem jafngildir dauðadómi yfir þeim sem þurfa á gjörgæslu og lífsbjörgunaraðgerðum að halda,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert