Yfirmaður hersveitar Hamas drepinn

Átta létust í aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum síðastliðinn sólarhring.
Átta létust í aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum síðastliðinn sólarhring. AFP/Zain Jaafar

Hryðjuverkasamtökin Hamas greina frá því að yfirmaður einnar hersveita þeirra, Ahmed Al-Ghandour, og þrír aðrir leiðtogar hersins hafi verið drepnir í sókn Ísraelshers gegn hryðjuverkasamtökunum.

Í yfirlýsingu frá Hamas sagði ekki hvenær þeir voru drepnir en að hefnt yrði fyrir morðin. 

Árið 2017 settu Bandaríkjamenn Ghandour á lista yfir hættulega hryðjuverkamenn.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að Ghandour hafi tekið þátt í fjölmörgum hryðjuverkaárásum meðal annars árás á landamæri Ísrael árið 2006 sem leiddi til dauða tveggja ísraelska hermanna. Sú árás leiddi til þess að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit var í haldi Hamas í fimm ár, til ársins 2011. 

Í dag er þriðji dagurinn af fjórum í vopnahléi á Gasasvæðinu. Hingað til hafa Hamas látið 26 ísraelska gísla lausa úr haldi og 78 palestínskir fangar hafa verið látnir lausir úr haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert