Gúrú handtekinn ásamt 40 til viðbótar

Gregorian Bivolaru í Búkarest í Rúmeníu árið 2004.
Gregorian Bivolaru í Búkarest í Rúmeníu árið 2004. AFP/Stringer

Frönsk yfirvöld handtóku í dag 41 manneskju er þau réðust inn í húsnæði sem tengjast umdeildum jóga-sértrúarsöfnuði. Þar á meðal réðust þau inn í húsnæði leiðtogans, gúrúsins Gregorian Bivolaru.

Söfnuðurinn er sakaður um misnotkun af ýmsum toga undir stjórn Bivolaru. Leiðtoginn hefur ítrekað lent í útistöðum við yfirvöld í Rúmeníu, Svíþjóð og Frakklandi síðustu ár.

Bivolaru, sem er 71 árs, er rúmenskur og sænskur ríkisborgari.

Fólkið var handtekið í París, höfuðborg Frakklands. Um 175 lögreglumenn tóku þátt í verkefninu þar sem 26 konur voru frelsaðar. Söfnuðurinn er sakaður um mannrán, nauðganir og mansal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert