Staddir „mitt í epískum mannúðarhamförum“

Antonio Guterres fyrr í mánuðinum.
Antonio Guterres fyrr í mánuðinum. AFP/Yuki Iwamura

Íbúar Gasasvæðisins eru staddir „mitt í epískum mannúðarhamförum frammi fyrir augum heimsins”, að sögn Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Hann kallar eftir því að vopnahlé Ísraela og Hamas-samtakanna verði framlengt.

„Stífar samningaviðræður eru í gangi til að framlengja vopnahléið – sem við fögnum innilega – en við teljum þörf á sönnu vopnahléi í þágu mannúðar,” sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Riyad Al-Maliki á fundi öryggisráðs SÞ í dag.
Riyad Al-Maliki á fundi öryggisráðs SÞ í dag. AFP/Andrea Renault

Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, sagði Palestínumenn „standa frammi fyrir tilvistarlegri ógn” vegna átakanna.

„Við eigum það skilið að borin sé virðing fyrir meðfæddri reisn okkar…Ísraelar hafa engan rétt á sjálfsvörn gegn fólki sem þeir hafa hernumið,” sagði hann.

Vopnahléið, sem rennur út á morgun, hefur staðið yfir í sex daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert