Banna LGBT hreyfinguna í Rússlandi

Bannið tekur strax gildi.
Bannið tekur strax gildi. AFP

Hæstiréttur Rússlands lagði í dag bann við athæfum „alþjóða LGBT hreyfingarinnar“ undir því skyni að um öfgahreyfingu væri að ræða. Tekur það strax gildi.

Ekki var tekið fram hvað dómurinn gæti haft í för með sér fyrir ákveðna einstaklinga eða hópa en svo virðist sem samkynhneigt, trans eða annað hinsegin fólk í Rússlandi gæti átt yfir höfði sér nokkra ára fangelsisvist verði það dregið fyrir dóm.

Samkvæmt dómnum sem var kveðinn upp er alþjóða LGBT hreyfingin öfgakennd og hefur því verið gefið út bann við slíkri starfsemi á yfirráðasvæðum Rússlands.

Femínísk- og hinseginsamtök í Rússlandi hafa brugðist við dómnum m.a. með því að gefa út leiðbeiningar til hinseginfólks um hvernig það getur gætt betur að öryggi sínu.

„Einn daginn verður þessu lokið en þangað til verðum við að reyna að halda áfram að lifa og bjarga okkur,“ sagði í færslu femínísku stríðsandspyrnuhreyfingarinnar á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert