Blinken kallar eftir framlengingu á vopnahléi

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallar eftir frekari framlengingu á vopnahléi á Gasa milli Hamas-hryðjuverkasamtakanna og Ísraelsmanna.

Vopnahléið hefur staðið yfir í sjö daga en í morgun náðist samkomulag um að framlengja það um einn sólarhring.

„Við viljum sjá þetta ferli halda áfram að þróast. Við viljum áttunda daginn og lengra,“ sagði Blinken við fréttamenn í Tel Avív en utanríkisráðherrann kom til Ísraels í gær, miðvikudag.

Frá því vopnahléið tók gildi þann 24. nóvember hafa 70 Ísraelsmenn verið leystir úr gíslingu Hamas og 210 Palestínumenn verið leystir úr fangelsum Ísraels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert