Sandra Day O’Connor látin

Sandra Day O’Connor lést 93 ára að aldri.
Sandra Day O’Connor lést 93 ára að aldri. AFP

Sandra Day O’Connor, sem var fyrsta konan til þess að gegna starfi dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna, er látin 93 ára að aldri.

Þetta tilkynnti dómstóllinn í dag en þar segir að O’Connor hafi látist vegna fylgikvilla sem tengjast elliglöpum. Bandaríski fjölmiðillinn CNN greinir frá.

Afrek O’Connor urðu mörgum kvenlögfræðingum innblástur, þar á meðal þeirra fimm sem hafa gegnt starfi hæstaréttardómara í landinu á eftir henni, en yfirgnæfandi meirihluti hæstaréttardómara hafa verið karlar.

Áréttaði niðurstöðu Roe gegn Wade

O’Connor var meðal þeirra hæstaréttardómara sem árið 1992 áréttuðu rétt kvenna í landinu til þung­un­ar­rofs, sem fólst í máli Roe gegn Wade árið 1973.

Hún lifði einnig nógu lengi til þess að verða vitni að því þegar hæstiréttur Bandaríkjanna afnumdi réttinn í júní í fyrra.

O'Connor hlaut frelsisorðu Bandaríkjana árið 2009. Var það Barack Obama, …
O'Connor hlaut frelsisorðu Bandaríkjana árið 2009. Var það Barack Obama, þáverandi forseti, sen sæmdi henni orðunni. AFP

Föðurlandsvinkona

John Roberts hæstaréttardómari lýsti O’Connor sem „föðurlandsvin“ og „harðlega sjálfstæðum verjanda réttarríkisins“.

Árið 2018 upplýsti hún í bréfi að hún hefði verið greind með byrjunarstig vitglapa, líklegast Alzheimers-sjúkdóm. „Þó að síðasti kafli lífs míns með vitglöp getur verið erfiður, hefur ekkert minnkað mitt þakklæti [...] fyrir þær óteljandi blessanir í mínu lífi,“ skrifaði hún árið 2018.

Árið 1981, þegar Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, skipaði O’Connor í dómarasætið sagði hann að hún hefði „einstaka eiginleika skaplyndis, sanngirni, vitsmunagetu, auk hollustu við almannaheill sem hefur einkennt þá 101 starfsbróðir sem á undan henni hafa komið“.

Árið 2005 hætti hún störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert