Segja 32 hafa látist í árásum hersins í dag

Frá Rafah-borg á Gasa nú í morgun.
Frá Rafah-borg á Gasa nú í morgun. AFP/Said Khatib

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað ef af hryðjuverkasamtökunum Hamas, segja að Ísraelsher 32 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers það sem af er degi. Ísrael og Hamas-hryðjuverkasamtökin náðu ekki saman um að framlengja vopnahlé í morgun og hóf herinn því árásir. 

Ísraelsher segir Hamas ekki farið eftir þeim samningum sem gerðir voru um vopnahlé. 

Talsmaður ísraelska hersins, Peter Lerner, sagði við BBC að Hamas hefði ekki sleppt þeim gíslum sem samið var um að þeir myndu sleppa. Þar á meðal konum og börnum. 

Spurður út í markmið árásanna sagði að markmiðið væri það sama og áður, frelsa öll þau sem sögð eru vera í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna. 

Vopnahlé hafði staðið yfir í heila viku á Gasa þar til í morgun. Samningaviðræður standa enn yfir en þokast hægt áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert