Hvetur til „raunverulegra“ aðgerða

Karl Bretakonungur hvatti til „raunverulegra“ loftslagsaðgerða á COP28 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Dúbaí.

Konungurinn ávarpaði veraldarleiðtoga og sendinefndir þeirra á fundinum sem hófst í gær, en áætlað er að um 92 þúsund manns taki þátt í ráðstefnunni. Yfir 80 íslenskir fulltrúar fara fyrir hönd Íslands. 

Jörðin tilheyri ekki manninum

Í ávarpi sínu sagði Bretakonungur mannkynið viðhafast „stóra og ógnvekjandi tilraun á jörðinni.“

Minnti hann viðstadda á að jörðin tilheyrði ekki manninum og sagði lífsgetu mannkynsins stefnt í hættu, ef ekki verði komið á jafnvægi brátt.

Mikilvægt að hugsa um áhrif loftslagsbrettinga

Sagði konungurinn að auðvelt væri að verða ónæmur fyrir fregnum af lofstlagsbreytingum, eftir því sem þeim fjölgar, en að methitabylgjur þessa árs séu áminning um mikilvægi þess að staldra við og meðtaka slíkar upplýsingar og hvað þær þýði fyrir veröld okkar. 

„Ég vona af öllu mínu hjarta að COP28 eigi þátt í að snúa blaðinu við til hins betra og beina okkur í átt að raunverulegum breytingaraðgerðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert