Látinn eftir sprengingu

Sprenging varð í húsi í Skotlandi í gær. Mynd er …
Sprenging varð í húsi í Skotlandi í gær. Mynd er úr safni. AFP/Andy Buchanan

Maður á níræðisaldri er látinn eftir að sprenging varð í húsi í Edinborg í Skotlandi í gærkvöld.

Tvö önnur, 43 og 45 ára, voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar í kjölfar sprengingarinnar sem varð í Baberton-hverfi í borginni.

Húsið gjöreyðilagðist og sprengingin skók tugi annarra húsa í nágrenninu. Þá skemmdust nokkrir bílar.

Lögreglan í Skotlandi segir tilkynningu hafa borist um klukkan hálfellefu í gær. Lögreglan hefur engan grunaðan um sprenginguna.

Sjónarvottur sagði við BBC að hún hefði fundið gaslykt á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert