Lífsýni Ásu fannst á fórnarlömbum

Ása Ellerup og börnin hennar Victoria og Christoper.
Ása Ellerup og börnin hennar Victoria og Christoper. Ljósmynd/Gofundme

Lífsýni úr Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, passar við erfðaefni hennar sem fannst á líkamsleifum fórnarlamba eiginmanns hennar. 

Þetta hefur ABC-News eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar.

Saksóknarar höfðu áður talið að Ása hefði ekki komið að morðunum og sagt hana hafa verið utanbæjar þegar morðin voru framin.

Rannsóknarmenn tóku DNA–sýnið af Ásu kvöldið sem Heuermann var handtekinn fyrir morðin á þremur konum. Líkamsleifar fórnarlambanna fundust vafðar í úlpu á mýrarsvæði við Gilgo-strönd á Long Island.

Heuermann hefur jafnframt lýst sig saklausan af ákærum um morð af fyrstu og annarri gráðu í dauða Melissa Barthelemy, Amber Costello og Megan Waterman. Hann er einnig grunaður um morð á fjórða fórnarlambinu á Gilgo–strönd, Maureen Brainard Barnes.

Rex Heuermann hefur neitað sök í málinu, en erfðaefni sem …
Rex Heuermann hefur neitað sök í málinu, en erfðaefni sem fannst á pítsuboxi við skrifstofu hans passaði við erfðaefni sem fundust á fórnarlömbunum og nú hefur erfðaefni úr Ásu Ellerup líka fundist á fórnarlömbunum að sögn heimildarmanna löggæslunnar hjá ABC fréttastofunni. Samsett mynd

Saksóknaraembættið í Suffolk-sýslu hefur greint frá því að erfðaefni Heuermann hafi passað við erfðaefni hans sem fannst á pítsukassa sem rannsakendur fundu í ruslatunnu nálægt skrifstofu hans á Manhattan.

Eins og mbl.is hefur greint frá sótti Ása Guðbjörg um skilnað frá Heurermann þegar málið komst í hámæli. Fjölskyldan var illa stödd fjárhagslega eftir að heimilisfaðirinn var handtekinn, en það breyttist þegar fjölskyldunni var boðin samningur við framleiðslufyrirtækið Peacock/NBC um heimildarmynd þar sem fylgst væri með réttarhöldunum og eftirmálum. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert