Segir erlenda hryðjuverkamenn ábyrga

Frá vettvangi sprengingarinnar.
Frá vettvangi sprengingarinnar. AFP/Merlyn Manos

Minnst fjórir fórust og tugir særðust þegar sprengja sprakk við kaþólska messugjörð í Filippseyjum í morgun. Forseti landsins segir erlenda hryðjuverkamenn ábyrga.

Sprengingin varð við messu í íþróttahúsi Mindanao ríkisháskólans í borginni Marawi klukkan sjö að staðartíma.

Fjórir létu lífið og fimmtíu særðust að sögn lögreglu. Lögreglan rannsakar nú hvort árásin hafi verið gerð í hefndarskyni fyrir atlögu flughersins gegn hreyfingu íslamista.

Öryggisgæsla hefur verið hert.
Öryggisgæsla hefur verið hert. AFP/Merlyn Manos

Fordæma voðaverkið

Ferdinand Marcos, forseti landsins, segir erlenda hryðjuverkamenn að baki.

Stjórnendur háskólans fordæma voðaverkið og lýsa fullum stuðningi við kristna samfélagið í borginni. Öryggisgæsla hefur verið hert og kennsla fellur niður þar til annað verður ákveðið.

Íbúar Marawi eru að stærstum hluta múslimar. Majul Gandamra borgarstjóri hvatti þá jafnt sem kristna að halda friðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert