Tundurspillir beitti vopnum til varnar flutningaskipum

Bandaríski tundurspillirinn USS Carney skaut í dag niður þrjá dróna.
Bandaríski tundurspillirinn USS Carney skaut í dag niður þrjá dróna. AFP/Aaron Lau/Bandaríski herinn

Bandaríski tundurspillirinn USS Carney skaut í dag niður þrjá dróna sem tóku á loft frá þeim hluta Jemen sem eru undir stjórn Húta, sem studdir eru af Íran. Drónunum var sigað á flutningaskip á Rauðahafinu.

Voru þetta fjórar árásir á þrjú flutningaskip sem starfa á alþjóðlegu hafsvæði í suðurhluta Rauðahafs.

Að undanförnu hafa uppreisnarmenn úr röðum Húta skotið eldflaugum í átt að Ísrael og gert drónaárásir á atvinnuskip á hafi úti. Þeir tóku til að mynda á vald sitt flutningaskip fyrir nokkrum vikum.

„Arleigh-Burke-tundurspillirinn USS Carney brást við neyðarkalli frá skipunum og veitti aðstoð og skaut niður þrjár dróna sem voru á leið að herskipinu um daginn, segir í yfirlýsingu bandaríska hersins.

Íran hefur gefið blessun sína á árásirnar

Bandaríski herinn segir að árásirnar séu bein ógn við alþjóðleg viðskipti og siglingaöryggi.

Herinn kveðst líka hafa fulla ástæðu til að trúa því að þessar árásir myndu ekki eiga sér stað án blessunar klerkaveldisins í Íran.

Uppreisnarmennirnir segjast ekki ætla hætta að skjóta á flutningaskip og bandarísk skotmörk fyrr en Ísrael hættir stríði sínu við hryðjuverkasamtökin Hamas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert