Fundu fimm lík eftir brotlendingu

Brak úr Osprey vélinni.
Brak úr Osprey vélinni. AFP/Jiji Press

Björgunarsveitir í Japan hafa fundið fimm lík eftir að herþyrla af gerðinni CV-22 Osprey brotlenti við strendur Japans 29. nóvember.

Alls voru átta um borð í vélinni þegar hún hvarf skyndilega af ratsjám. 

Lofther Bandaríkjanna sagði kafara hafa fundið brak úr vélinni og að búið væri að bera kennsl á fimm þeirra sem fórust þegar vélin hrapaði í sjóinn við eyjuna Yakushima í Japan. 

Björgunaraðgerðir kafara á svæðinu hafa skilað tveimur líkum til lands, en unnið er að því að koma hinum þremur á land.

Enn er leitað að þremur úr áhöfninni. 

Teknar úr umferð

Í kjölfar slysins hefur varnarmálaráðherra Japans, Minoru Kihara, beðið bandaríska herinn um að frysta Osprey-þyrflu flotans, en japanski herinn hefur tekið sínar vélar úr umferð til frekari skoðunar. 

Fulltrúi Bandaríkjanna, Sabrina Singh, sagði í síðustu viku að verið væri að grípa til allra viðeigandi öryggisráðstafana í kjölfar slyssins. 

Björgunaraðgerðir Bandaríkjahers á svæðinu.
Björgunaraðgerðir Bandaríkjahers á svæðinu. AFP/Jiji Press
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert