Tala látinna á Gasa nálgast 16 þúsund

Alls hafa um 16 þúsund Palestínumenn verið drepnir í stríði …
Alls hafa um 16 þúsund Palestínumenn verið drepnir í stríði Ísraels og Hamas-hryðuverkasamtakanna. AFP

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem er stjórnað af Ham­as, greindu frá því í dag að tæplega 16 þúsund hafi látist í Palestínu í átök­un­um milli Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna.

Tala látinna er 15.899 og 70% fórnarlambanna eru konur og börn. Þá eru 42 þúsund særðir en stríðið braust út þann 7. október þegar vígamenn Hamas réðust inn í suðurhluta Ísraels og drápu 1.200 manns.

Mikið mannfall hefur verið á Gasasvæðinu síðustu daga eftir að vikulöngu vopnahléi lauk þann 1. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert