22 göngumenn látnir

Marapi spúði eldi og ösku yfir allt svæðið.
Marapi spúði eldi og ösku yfir allt svæðið. AFP

Alls hafa 22 göngumenn fundist látnir í Indónesíu þar sem eldfjallið Marapi gaus um helgina. Að sögn björgunarsveita á svæðinu fundust níu lík til viðbótar í dag. 

Abdul Malik, sem stýrir björgunaraðgerðum í Padang, segir í samtali við AFP-fréttaveituna að níu af þeim tíu sem var saknað hafi fundist látnir í dag. Unnið sé að því að flytja líkin niður fjallið. 

Marapi gýs enn á meðan mörg hundruð björgunarsveitarmenn athafna sig við erfiðar aðstæður og hálku. 

Björgunarsveitarmenn athafna sig við erfiðar aðstæður í fjallinu.
Björgunarsveitarmenn athafna sig við erfiðar aðstæður í fjallinu. AFP

Þriggja kílómetra hátt öskuský teygði sig til himins á sunnudag með þeim afleiðngum að nálæg þorp hurfu nánast undir ösku. 

Alls voru 75 fjallgöngumenn í fjallinu þegar gosið hófst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert