Sagðir óttast að konurnar segi frá

Ísraelskir skriðdrekar skjóta í átt að svæði Palestínumanna á Gasa.
Ísraelskir skriðdrekar skjóta í átt að svæði Palestínumanna á Gasa. AFP/Jack Guez

Ástæðan fyrir því að vikulangt vopnahlé á milli Ísraels og Hamas náði ekki að halda lengur er líklega sú að Hamas-samtökin neituðu að leysa konur úr haldi sem voru teknar sem gíslar. 

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Matthew Miller, greindi frá þessu.

Ástæðan fyrir þessu er sú að Hamas óttast að konurnar muni tala um hvað kom fyrir þær á meðan þær voru í varðhaldi, að sögn Millers.

Hann sagði blaðamönnum að Hamas vilji ekki að konurnar tali opinberlega um kynferðisofbeldi og að bandarísk stjórnvöld hafi „enga ástæðu til að efast um” fregnir af nauðgunum, að sögn BBC

Miller neitaði að tjá sig nánar um þá meðferð sem konurnar máttu þola, en hann vísaði til þess að málið væri afar viðkvæmt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert