17 látnir eftir rútuslys og sjö í lífshættu

Frá slysstaðnum.
Frá slysstaðnum. AFP

Sautján manns létust og 11 slösuðust þegar farþegarúta fór út af vegi og steyptist niður fjall í miðhluta Filippseyja að sögn embættismanna í dag.

Rútan var á ferð í Antique-héraði þegar slysið átti sér stað síðdegis í gær. Af þeim 11 sem slösuðust eru sjö í lífshættu en ástand hinna er sagt vera stöðugt.

Slysið átti sér stað í sérlega hættulegri beygju en stutt er síðan önnur rúta fór út af veginum á sömu slóðum.

Orsök slyssins er óljós en margt bendir til þess að bilun í bremsubúnaði rútunnar hafi orðið til þess að rútan steyptist niður fjallsbrúnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert