Bretar saka Rússa um umfangsmiklar tölvuárásir

Bresk stjórnvöld segja að árásir Rússa hafi staðið yfir árum …
Bresk stjórnvöld segja að árásir Rússa hafi staðið yfir árum saman. Ljósmynd/Colourbox

Bresk stjórnvöld saka rússnesku leyniþjónustuna, FSB, um ítrekaðar tölvuárásir þar sem m.a. stjórnmálamenn og aðrir þekktir einstaklingar hafa verið skotmörk. 

Þau segja að einn hópur tölvuþrjóta hafi komist yfir gögn í kjölfar slíkra árása sem voru síðan gerð opinber, þar má meðal efni sem tengist þingkosningunum í Bretlandi árið 2019.

Á meðal þeirra sem urðu fyrir árásum var breskur þingmaður sem sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í febrúar að tölvupóstum hans hefði verið stolið. 

Rússar hafa þvertekið fyrir að tengjast slíkum aðgerðum. 

Tölvuhakkararnir eru sagðir með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna, FSB.
Tölvuhakkararnir eru sagðir með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna, FSB. Ljósmynd/Colourbox

Leo Docherty, utanríkisráðherra Bretlands, greindi þinginu frá því að sendiherra Rússlands í Bretlandi hefði verið kallaður á teppið og það standi til að beita refsiaðgerðum gagnvart tveimur einstaklingum. Annar þeirra er yfirmaður hjá FSB.

Tölvuþrjótarnir eru sagðir hafa borið ábyrð á mörg hundruð þaulskipulögðum árásum gegn stjórnmálamönnum, opinberum starfsmönnum, fólk sem starfi fyrir hugveitur, blaðamenn, fræðimenn og aðra þekkta einstaklinga. Aðallega var reynt að komst yfir tölvupósta fólks í kjölfar viðamikils undirbúnings og í sumum tilfellum voru búnir til gervinetföng sem áttu að líta út fyrir að vera frá fólki sem viðkomandi þekkti og treysti. 

Leo Docherty.
Leo Docherty. AFP

Fram kemur í umfjöllun BBC, að bandarísk yfirvöld muni einnig greina frá svipuðum árásum af hálfu Rússa. 

Umræddur hópur er sagður tengjast FSB, sér í lagi hluti hópsins sem kallast Miðstöð 18. Hún hefur gert árásir á Bretland með því að stela upplýsingum frá fólki sem tengist stjórnmálum og opinberum störfum frá árinu 2015. Menn telja að þessi hópur sé enn að störfum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert