Neyðarástand á Seychelles eftir sprengingu

Yfirvöld á Seychelles-eyjum hafa lýst yfir neyðarástandi.
Yfirvöld á Seychelles-eyjum hafa lýst yfir neyðarástandi. AFP

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Seychelles-eyjum eftir mikla sprengingu í iðnaðarhverfi á eyjunni Mahé og einnig vegna flóða.

Sprengingin varð í sprengiefnageymslu og jafnaði hús í nærumhverfinu við jörðu en að minnsta kosti 66 manns slösuðust. Flugvöllur Mahé-eyjar varð einnig fyrir tjóni þrátt fyrir að vera um fjórum kílómetrum frá geymslunni.

Nokkur heimili hafa verið rýmd í kjölfarið. 

Til að bæta gráu ofan á svart var mikil rigning yfir nóttina sem hefur ollið flóðum og aurskriðum víða á eyjunni og aukið álagið á viðbragðsteymi.

Forsetinn hefur sett útgöngubann fyrir íbúa að undanskildu framlínustarfsfólki.
Forsetinn hefur sett útgöngubann fyrir íbúa að undanskildu framlínustarfsfólki. AFP

Forsetinn lýst yfir útgöngubanni

Forseti Seychelles-eyja, Wavel Ramkalawan, hefur sett útgöngubann á alla íbúa, að undanskildu framlínustarfsfólki. 

Ramakalawan lýsti ástandinu sem hörmulegu og biðlaði til íbúa að sýna þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á hörmungunum samstöðu.

Mikið af nærliggjandi innviðum urðu fyrir barðinu á sprengingunni.
Mikið af nærliggjandi innviðum urðu fyrir barðinu á sprengingunni. AFP

Áhyggjur hafa verið uppi um sprengiefnageymsluna síðustu tíu árin að sögn forsetans, en hann segir að um sé að ræða fjóra gáma af sprengiefnum.

Flugvöllurinn og ferjur á milli eyjanna er engu að síður enn starfandi „fyrir gesti“ samkvæmt opinberum reikningi yfirvalda á samfélagsmiðlinum X.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert