Rússnesk stúlka skaut sex bekkjarfélaga sína

Táningsstúlka skaut bekkjarfélaga sína í skotárás í Rússlandi.
Táningsstúlka skaut bekkjarfélaga sína í skotárás í Rússlandi. AFP/Kirill Kudrjavtsev

Rússnesk táningsstúlka skaut til bana bekkjarsystkini sitt og særði fimm til viðbótar áður hún svipti sig lífi.

Árásin var gerð í skóla í Brjansk í Rússlandi, skammt frá landamærunum að Úkraínu.

„Fjórtán ára stúlka tók með sér haglabyssu í skólann sem hún notaði til að skjóta bekkjarfélaga sína. Tveir létust, annar var skotárásarmaðurinn – og eru fimm særðir til viðbótar,“ sagði í yfirlýsingu rannsóknarnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert