Sex Palestínumenn drepnir á Vesturbakkanum

Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu í gær.
Ísraelskir hermenn á Gasasvæðinu í gær. AFP

Hersveitir Ísraela skutu sex Palestínumenn til bana í morgun í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum, að sögn palestínska heilbrigðisráðuneytisins.

Ráðuneytið tilgreindi ekki nánar hverjir hefðu látist en sagði að Ísraelar hefðu skotið Palestínumennina til bana í flóttamannabúðunum Al-Fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert