Þóttust ætla að eitra fyrir veggjalúsum

Veggjalús.
Veggjalús. AFP/Jewel Samad

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í Frakklandi grunaðir um fjársvik.

Þeir eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr eldri borgurum með því að láta þá borga fyrir eitrun fyrir veggjalúsum þrátt fyrir að þær væru hvergi að finna heima hjá þeim.

Tveir menn í austurhluta Frakklands hringdu í fórnarlömb sín, oftast konur yfir níræðu, og sögðu þeim að veggjalúsafaraldur væri í hverfinu þeirra. Þeir þóttust vera starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins og rukkuðu stórfé fyrir að þykjast reyna að vinna bug á plágunni.

Eitur gegn veggjalúsum.
Eitur gegn veggjalúsum. AFP/Miguel Medina

Einnig buðu þeir fólkinu upp á sérstakt krem sem þeir sögðu að héldi pöddunum frá húð manna. Í ljós kom að um hefðbundið krem var að ræða sem gerði ekkert gagn til að stöðva veggjalýs. 

Að sögn lögreglunnar í Strassborg svindluðu mennirnir á 48 manns.

Veggjalúsum hefur fjölgað mjög í Frakklandi undanfarna mánuði. Þó nokkrum skólum í landinu var lokað í október af ótta við að pöddurnar hefðu hreiðrað þar um sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert