Fékk vitlaust lík afhent til líkbrennslu

Fjölskyldan hafði haldið bálför fyrir hinn látna þegar þau fengu …
Fjölskyldan hafði haldið bálför fyrir hinn látna þegar þau fengu veður af mistökunum. AFP/PAU BARRENA

Bresk fjölskylda fékk vitlaust lík afhent frá spítala sem ættingi þeirra lést á.

Fjölskyldan hafði þegar haldið bálför fyrir ástvin sinn þegar spítalinn upplýsti þau um að þau hefðu fengið vitlaust lík afhent fyrir bálförina.

Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Mistökin áttu sér stað á Grange-háskólasjúkrahúsinu í Wales fyrir rúmum mánuði og fór bálförin fram fyrir þremur vikum. 

Halda aðra bálför í vikunni

„Orð fá því ekki lýst hversu leitt okkur þykir þetta,“ segir Nicola Prygodzicz, formaður stjórnar sjúkrahússins.

Fjölskylda hins látna mun halda aðra bálför í þessari viku, með líki ættingja síns að þessu sinni. 

Prygodzicz segir að engir aðstandendur séu til staðar hjá hinum látna sem fjölskyldan fékk upphaflega til sín og hélt bálför fyrir. 

Að hennar sögn má rekja þetta til mannlegra mistaka sem urðu á sjúkrahúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert